Talnaefni

0
kylfingar voru skráðir í 61 golfklúbb víðs vegar um landið 1. júli 2019
0
%
af heildinni eru karlkylfingar þar sem meðalaldur er 48 ár og meðalforgjöf 25.0
0
%
af heildinni eru kvenkylfingar þar sem meðalaldur er 52 ár og meðalforgjöf 35.0
0
%
af heildinni eru börn og unglingar 18 ára og yngri

Staða og þróun

Í nokkur ár hefur Golfsambandið tekið saman tölfræði og lykiltölur fyrir klúbba, samstarfsaðila og aðra hagsmunaaðila. Þessar tölur hjálpa hagsmunaaðilum að átta sig betur á umhverfinu sem þeir búa við. Eftirspurnin í golf á síðustu árum hefur verið mikil.

Kylfingar hafa aldrei verið fleiri en nú og eru 17.846 skráðir í golfklúbba víðs vegar um landið. Þetta er aukning um tæplega 700 kylfinga frá í fyrra. Stærð íþróttasambanda innan ÍSÍ, eftir fjölda iðkenda. Knattspyrnusambandið er stærst með tæplega 23.000 félaga, en næst kemur Golfsambandið með um tæplega 18.000 félaga.

Eftirspurnin í golf á síðustu 19 árum hefur verið gríðarleg. Í samanburði við árið 2000 þá hefur kylfingum fjölgað um rúmlega átta þúsund og því nær tvöfaldast á þessu tímabili. Á árunum 2000 til 2005 má segja að árlega hafi fjölgun kylfinga verið um 12%, en síðustu fimm ár hefur aukningin verið að meðaltali um 2%.

Fjöldi í golfklúbbum – staðan 1. júlí 2019

Klúbbur15 ára og yngri16 ára og eldri2019Breyting%Landshluti
Samtals188215964178466814%
Golfklúbbur Reykjavíkur73315932321685%Höfuðborgarsvæðið
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar48014701950-140-7%Höfuðborgarsvæðið
Golfklúbburinn Oddur2531211146423819%Höfuðborgarsvæðið
Golfklúbburinn Keilir13211651297121%Höfuðborgarsvæðið
Golfklúbbur Mosfellsbæjar18610381224918%Höfuðborgarsvæðið
Nesklúbburinn2970873710%Höfuðborgarsvæðið
Golfklúbbur Akureyrar16155571641%Norðausturland
Golfklúbbur Suðurnesja495255746813%Suðurnes
Golfklúbburinn Leynir7839347100%Vesturland
Golfklúbbur Selfoss503934434411%Suðurland
Golfklúbbur Vestmannaeyja56350406-14-3%Suðurland
Golfklúbburinn Setberg3390393-14-3%Höfuðborgarsvæðið
Golfklúbbur Öndverðarness1235636810%Suðurland
Golfklúbbur Þorlákshafnar203033235320%Suðurland
Golfklúbbur Álftaness3521224710%Höfuðborgarsvæðið
Golfklúbbur Hveragerðis1721523242%Suðurland
Golfklúbbur Grindavíkur16206222-12-5%Suðurnes
Golfklúbbur Ásatúns1209210116%Suðurland
Golfklúbburinn Kiðjaberg22184206-12-6%Suðurland
Golfklúbburinn Flúðir218518710%Suðurland
Golfklúbbur Borgarness91751842214%Vesturland
Golfklúbbur Vatnsleysustrandar121601721912%Suðurnes
Golfklúbbur Sauðárkróks251421671611%Norðvesturland
Golfklúbburinn Úthlíð164164139%Suðurland
Golfklúbbur Sandgerðis2140142-8-5%Suðurnes
Golfklúbbur Ísafjarðar813013843%Vestfirðir
Golfklúbburinn Vestarr1133134-12-8%Vesturland
Golfklúbbur Brautarholts31281316085%Höfuðborgarsvæðið
Golfklúbbur Húsavíkur101151251119%Norðausturland
Golfklúbbur Fjallabyggðar298111033%Norðausturland
Golfklúbbur Hornafjarðar1001001416%Suðurland
Golfklúbbur Hellu9899811%Suðurland
Golfklúbbur Fjarðarbyggðar176986-2-2%Austurland
Golfklúbburinn Mostri77986-1-1%Vesturland
Golfklúbburinn Hamar176885-24-22%Norðausturland
Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs126880-15-16%Austurland
Golfklúbburinn Jökull272742037%Vesturland
Golfklúbbur Norðfjarðar1676823%Austurland
Golfklúbbur Seyðisfjarðar686858%Austurland
Golfklúbburinn Dalbúi61611842%Suðurland
Golfklúbburinn Þverá Hellishólum595935%Suðurland
Golfklúbbur Bolungarvíkur154055-4-7%Vestfirðir
Golfklúbbur Siglufjarðar253551434%Norðvesturland
Golfklúbburinn Glanni14849717%Vesturland
Golfklúbburinn Geysir123143410%Vestfirðir
Golfklúbbur Byggðarholts2384000%Austurland
Golfklúbbur Patreksfjarðar13738412%Vestfirðir
Golfklúbburinn Ós13536620%Norðvesturland
Golfklúbbur Bíldudals3636413%Vestfirðir
Golfklúbbur Vopnafjarðar353513%Austurland
Golfklúbburinn Vík353526%Suðurland
Golfklúbburinn Lundur3131519%Norðausturland
Golfklúbbur Skagastrandar282800%Norðvesturland
Golfklúbbur Hólmavíkur252500%Vestfirðir
Golfklúbburinn Hvammur Grenivík22224-6-20%Norðausturland
Golfklúbburinn Tuddi71724-12-33%Suðurland
Golfklúbburinn Húsafelli161600%Vesturland
Golfklúbbur Staðarsveitar1515215%5Vesturland
Golfklúbburinn Gljúfri1212220%Norðausturland
Golfklúbbur Mývatnssveitar1111-2-15%Norðausturland
Golfklúbburinn Skrifla4400%Vesturland

Þegar rýnt er í tölurnar þá kemur í ljós að aukningin er mest hjá kylfingum sem er u 60 ára og eldri en sá hópur stækkar um heil 7% milli ára. Á móti er fækkun í hópi kylfinga 10-19 ára og nemur fækkunin um 9%.

Í dag eru 58% allra kylfinga eldri en 50 ára og í þeim aldurshópi eru flestir nýliðarnir. Þar sem færri nýliðar undir 50 ára byrja í golfi má segja að meðalaldur kylfinga sé að hækka verulega hér á landi.

Forgjafarkerfið er þannig uppbyggt að forgjöf kylfinga á að endurspegla „mögulega besta árangur“ viðkomandi. Með öðrum orðum að á þeim degi detta púttin loksins niður og allt gengur upp. Samkvæmt þessu er litið á að ná 36 punktum sem óvenjulega gott skor. Einn af hverjum 10 kylfingum er með forgjöf í forgjafarflokkum 1 og 2 (til 11,4). Kylfingar með forgjöf frá 18.5 til 54 eru 70% allra kylfinga á landinu.

Gallup framkvæmir árlega neyslu- og lífstílskönnun þar sem fram kemur að um 55.000 Íslendingar fara í golf a.m.k. einu sinni á ári. Það má því segja að áætlaður fjöldi kylfinga sé þrefalt meiri en þeir sem eru skráðir í klúbba.

Kylfingar eftir kyn og aldri

 • Karlar
 • Konur

Forgjöf kylfinga

 • Undir 4,4
 • 4,5 til 11,4
 • 11,5 til 18,4
 • 18,5 til 26,4
 • 26,5 til 36,0
 • 36,1 til 54,0

Neyslu- og lífsstílskönnun Gallup

 • Kylfingar í golfklúbbum
 • Áætlaður markhópur
 • Fjöldi kylfinga 15 ára og yngri
 • Fjöldi kylfinga 16 ára og eldri

Golfhreyfingin sett í samhengi

Golf er íþrótt, lífsstíl og iðnaður. Golfið eykur jákvætt á heilbrigði, hagkerfið og umhverfið. Yfir 60 milljónir manns leika golf í heiminum. Í Evrópu eru rúmlega 4 milljónir kylfinga skráðir í klúbba. Íþróttin er ein af fáum þar sem áhugamenn jafnt og atvinnumenn eru sjálfir ábyrgir fyrir að fylgja reglum.

Samkvæmt árlegri skýrslu KPMG eiga fjögur helstu áherlsuatriðin fyrir almennan vöxt golfíþróttarinnar í Evrópu að vera. 1. Meiri hvatar til golfleiks fyrir háforgjafarkylfinga. 2. Frekari umbreytingar eða aðlögun golfvallanna. 3. Bætt félagsleg upplifun í golfklúbbum. 4. Þróunarverkefni fyrir yngri kylfinga

Ef við berum saman 20 stærstu golfsambönd Evrópu þá endum við í 18. sæti ef horft er á fjölda kylfinga. En ef við myndum deila fjölda skráðra kylfinga á íbúafjölda þá fáum við út að 5% íslendinga er í golfklúbbum sem er 1. sæti í Evrópu. Og ef við myndum deila fjölda íbúa á hvern golfvöll í landinu þá endar Ísland aftur í 1. sæti með rúmlega 5.200 íbúa á hvern völl.

Börn og unglingar sem eru 18 ára og yngri eru að meðaltali 9% af öllum skráðum kylfingum í Evrópu. Tyrkland, Rússland og Grikkland eru með hæsta hlutfall barna- og unglinga í Evrópu. Við erum í 5.-10. sæti í Evrópu með 13% af öllum skráðum kylfingum hér á landi sem börn og unglingar.

Hér má sækja helstu stærðir í Excel (xls) skjali

Menü