Vallarmat

Markmið golfhreyfingarinnar

Að vallarmat golfvalla sé alltaf rétt.

Hlutverk

Hlutverk golfklúbba er að sjá til þess að vellir séu settir upp miðað við útgefið vallarmat og tilkynna GSÍ allar breytingar á golfvöllum sínum.

Hlutverk GSÍ er að sjá um framkvæmd vallarmats og veita golfklúbbum fullnægjandi þjónustu á þeim vettvangi.

Stefna GSÍ

Að veita þjónustu við framkvæmd vallarmats fyrir golfklúbba innan vébanda GSÍ.

Það sem GSÍ ætlar að gera

Sjá til þess að vallarmat hvers golfvallar sé endurskoðað að lágmarki á 10 ára fresti. Golfklúbbar skulu ekki greiða sérstakt gjald fyrir slíkt vallarmat, enda skal kostnaður vegna þess vera innifalinn í félagagjöldum.

Óski golfklúbbur eftir endurmati, umfram hina 10 ára endurskoðun, t.d. vegna breytinga á velli skal matið framkvæmt eins fljótt og kostur er, enda liggi fyrir allar upplýsingar um lengdir og merkingar brauta frá viðkomandi klúbbi. Golfklúbbar skulu leggja fram beiðni um viðbótar vallarmat eigi síðar en 1. mars ár hvert og skal uppfært vallarmat liggja fyrir eigi síðar en 1. október sama ár. Greitt skal fyrir viðbótar vallarmat samkvæmt ákvörðun stjórnar GSÍ á hverjum tíma.

Halda úti árlegri fræðslu til forgjafa- og vallarnefnda golfklúbba um USGA vallarmatskerfið.

Gefa út verklagsreglur fyrir golfklúbba vegna vallarmats eigi síðar en 1. október 2020.

Senda reglulega þá sem sinna vallarmati á námskeið til að viðhalda þekkingu sinni og viðhalda endurnýjun í hópnum.

Gera má ráð fyrir að útgjöld vegna vallarmats hækki á næstu árum.

Menü