Að golfhreyfingin standi sameiginlega að útgáfu fjölmiðla, sem fela í sér fræðslu- og afþreyingarefni fyrir félagsmenn, auk þess að vera málgagn og sögulegar heimildir golfhreyfingarinnar.
Útgáfumál
Markmið golfhreyfingarinnar
Hlutverk
Golfklúbbar gefi út áhugavert efni úr starfsemi sinni og komi því á framfæri við útgáfustjórn GSÍ.
GSÍ standi að faglegri miðlun upplýsinga og frétta af golfhreyfingunni á Íslandi.
Stefna GSÍ
Að framleiðsla markaðs- og kynningargagna styðji við áherslur stjórnar GSÍ hverju sinni.
Það sem GSÍ ætlar að gera
Ritstjórnarstefna GSÍ skal vera samhæfð og valdar skulu fjölbreyttar miðlunarleiðir til að kynna golf á Íslandi.
Marka samræmda meðferð vörumerkis og miðla GSÍ vegna ímyndar- og markaðsmála.
Leggja áherslu á stafræna markaðssetningu og mælingar.
Skipa sameiginlegan faghóp fyrir markaðs- og útgáfumál með framtíðarsýn í huga sem skal skila tillögum sínum eigi síðar en maí 2020.
Leggja fyrst og fremst áherslu á fréttir af starfsemi golfklúbba og innlendum kylfingum á golf.is.
Leggja aukna áherslu á rafræn fréttabréf.
Halda áfram útgáfu á tímaritinu Golf á Íslandi á meðan það skilar GSÍ jákvæðri framlegð. Kannað verði næstu ár hvort og hvernig hægt sé að gefa tímaritið út í rafrænu formi.