Útbreiðsla golfíþróttarinnar

Markmið golfhreyfingarinnar

Að öflug útbreiðsla og kynning leiði til stöðugrar fjölgunar félaga í golfhreyfingunni.

Hlutverk

Hlutverk golfklúbba er að annast eigin markaðssetningu.

Hlutverk GSÍ er að standa fyrir sameiginlegum kynningaraðgerðum í tengslum við útbreiðslu golfíþróttarinnar.

Stefna GSÍ

Að standa fyrir almennri fræðslu til kylfinga og golfklúbba og vinna að fjölgun félagsmanna, umfram það sem golfklúbbar gera.

Það sem GSÍ ætlar að gera

Stuðla að því að fjölgun félagsmanna í golfklúbbum verði að að minnsta kosti eitt prósent að meðaltali á ári á gildistíma stefnumótunarinnar.

Hvetja golfklúbba til þess að sinna metnaðarfullri markaðssetningu sem stuðlar að aukinni þátttöku kvenna og barna- og unglinga.

Stuðla að aukinni þátttöku kvenna þannig að hún fari úr 32% í 40% fyrir árslok 2027 ásamt aukinni þátttöku barna- og unglinga þannig að hún fari úr 13% í 20% fyrir árslok 2027.

Stuðningur við viðburði og verkefni sem golfklúbbar og aðrir samstarfsaðilar standa fyrir og falla að markmiðum og áherslum golfhreyfingarinnar, t.a.m. PGA á Íslandi, Golf Iceland, Íslandsstofu, opinberum aðilum og viðburðaraðilum, sbr. Golfsýninguna og Stelpugolf.

Standa árlega að beinni útsendingu frá Íslandsmótinu í golfi.

Leitast við að fá útbreiðsluhugmyndir frá golfklúbbum og félagsmönnum til umræðu og úrvinnslu með samstarf að markmiði.

Menü