Upplýsingakerfi

Markmið golfhreyfingarinnar

Að golfhreyfingin reki sameiginlegt upplýsingakerfi sem veitir golfklúbbum og félagsmönnum þeirra góða þjónustu.

Hlutverk

Golfklúbbar og félagsmenn þeirra eru notendur hins sameiginlega upplýsingakerfis.

GSÍ hefur umsjón með gagnagrunni golfhreyfingarinnar. GSÍ verður rekstraraðili hins sameiginlega upplýsingakerfis, Golfbox, a.m.k. til ársloka 2024, sem stendur saman af félagaskrá, forgjafarkerfi, rástímakerfi og mótakerfi.

Stefna GSÍ

Að stuðla að öflugu og traustu upplýsingakerfi fyrir golfhreyfinguna í heild.

Það sem GSÍ ætlar að gera

Vera sameiginlegur samningsaðili golfhreyfingarinnar um áskrift að upplýsingakerfinu Golfbox til ársins 2024 en þá verði afstaða til þess endurmetin.

Taka í notkun nýtt upplýsingakerfi eigi síðar en 3. febrúar 2020, samhliða nýju forgjafarkerfi, World Handicap System.

Sjá um þjónustu við kerfisstjóra golfklúbba sem snýr að kennslu, viðhaldi og viðbótum.

Sjá til þess að innleiðingu og þjálfun starfsmanna golfklúbba verði lokið í apríl 2020. Eftir þann tíma annast golfklúbbar fræðslu og kennslu fyrir félagsmenn sína.

Setja reglur um API aðgang að sameiginlegu upplýsingakerfi eigi síðar en 3. febrúar 2020.

Starfrækja sérstaka ráðgjafanefnd sem leggur mat á óskir golfklúbbanna um viðbætur við kerfið og kostnaðarþátttöku vegna þeirra.

Halda reglulega fundi með golfklúbbum um nýjungar og viðbætur á kerfinu.

Fylgja stefnu ÍSÍ í málefnum persónuverndar, GDPR (General Data Protection Regulation).

Menü