Umhverfismál

Markmið golfhreyfingarinnar

Að sem flestir golfvellir hljóti umhverfisvottun GEO.

Hlutverk

Hlutverk golfklúbba er að hámarka gæði golfvalla sinna m.t.t. kostnaðar og umhverfisáhrifa og hvetja félagsmenn sína til samfélagsábyrgðar og umhverfisvitundar, ásamt því að tryggja öllum gott og öruggt aðgengi að golfvöllum sínum.

Hlutverk GSÍ er að sjá um fræðslu um sjálfbæra og ábyrga uppbyggingu og viðhald golfvalla fyrir golfklúbba, samfara því að hafa milligöngu um og taka þátt í fjármögnun rannsókna.

Stefna GSÍ

Að golfhreyfingin hafi frumkvæði að sjálfbærni og ábyrgri landnýtingu.

Það sem GSÍ ætlar að gera

Veita sjálfbærniverðlaun GSÍ, í fyrsta sinn á Golfþingi 2021.

Opna vefgátt með efni til kynningar og fræðslu á framlagi golfleiksins og golfvalla til umhverfis- og samfélagsmála, sem golfklúbbum er frjálst að nýta í samskiptum sínum við sveitarfélög, stofnanir og almenning. Vefgáttin skal opnuð fyrir formannafund 2022.

Þýða og staðfæra rafrænt vottunarviðmót GEO Foundation, OnCourse, fyrir Golfþing 2021.

Halda kynningar á sjálfbærnivottun GEO.

Lista upp og þróa áframhaldandi stuðning með þeim golfklúbbum sem áhuga hafa á markvissum skrefum í átt til vottunar.

Leitast við að mæla kolefnisfótspor allra golfklúbba út frá landnýtingu.

Menü