Önnur afreksmál

Markmið golfhreyfingarinnar

Að þrír áhugakylfingar verði í efstu 100 sætum á heimslistum áhugamanna á hverjum tíma og að þrír íslenskir atvinnukylfingar eigi þátttökurétt í efstu deild á sterkustu mótaröðum heims og einn kylfingur komist á Ólympíuleika fyrir Íslands hönd.

Hlutverk

Hlutverk golfklúbba er að bjóða fremstu afrekskylfingum sínum, áhuga- og atvinnumönnum, upp á faglegt umhverfi innan klúbbsins ásamt möguleikum á aðstoð við fjármögnun m.a. í gegnum styrktarmót og stuðning félagsmanna.

Hlutverk GSÍ er að veita fremstu afrekskylfingum landsins, áhuga- og atvinnumönnum, faglega aðstoð sem ekki er í boði í klúbbunum ásamt því að greiða fyrir leið þeirra á alþjóðavettvangi.

Stefna GSÍ

Að styðja við fremstu afrekskylfinga landsins faglega og fjárhagslega, þar með talið í gegnum afrekssjóð ÍSÍ og Forskot afrekssjóð.

Það sem GSÍ ætlar að gera

Endurskoða á a.m.k. tveggja ára fresti „afrekshandbók“ GSÍ um önnur afreksmál, í fyrsta sinn eigi síðar en 1. apríl 2020.

Styðja fjárhagslega við menntun þjálfara.

Greiða eingöngu kostnað við þátttöku landsliða og einstaklinga í keppnum á vegum EGA og IGF.

GSÍ getur veitt styrki til einstaklinga til þátttöku í erlendum mótum og fara slíkar styrkveitingar eftir fjárhagslegri getu og tillögum afreksnefndar/afreksstjóra GSÍ á hverjum tíma.

Fjáröflun vegna annarra erlendra verkefna, svo sem vegna þátttöku í ESGA eða EDGA mótum, getur farið fram undir stjórn nefnda hjá GSÍ (t.d. nefnd eldri kylfinga) og skal halda slíkri fjáröflun aðgreindri frá öðrum fjáröflunum GSÍ.

Menü