Annað mótahald

Markmið golfhreyfingarinnar

Að golfklúbbar haldi sameiginleg opin mót/mótaraðir fyrir kylfinga í öllum keppnisflokkum.

Hlutverk

Hlutverk golfklúbba er að sjá um undirbúning, umsjón og framkvæmd sameiginlegra móta eða mótaraða, annarra en Íslandsmóta. Tekjur frá samstarfsaðilum og mótsgjöld renna óskipt til golfklúbba eða þess sem sér um framkvæmd mótanna.

Hlutverk GSÍ er að sjá um samræmingu mótaskrár og útgáfu reglna varðandi stigamót og stigalista viðkomandi mótaraða.

Stefna GSÍ

Að mótahald vegna annarra móta en Íslandsmóta sé í ríkari mæli á ábyrgð golfklúbba eða þriðja aðila.

Það sem GSÍ ætlar að gera

Setja reglur um framkvæmd stigamóta og mótaraða í öllum aldursflokkum og sjá til þess að golfklúbbar taki að sér framkvæmd mótanna. Þessu skal vera lokið eigi síðar en 1. apríl ár hvert en þá munu viðkomandi golfklúbbar taka við rekstri einstakra móta. Mótaraðirnar munu bera nafn golfsambandsins en einstök mót geta borið nöfn þeirra samstarfsaðila sem viðkomandi golfklúbbar fá til samstarfs við mótin.

Annast útreikning og birtingu stigalista allra mótaraða og verðlauna stigameistara í öllum aldurshópum í lok hvers keppnistímabils.

Að öðru leyti munu golfklúbbarnir sjálfir annast skipulagningu, umsjón og framkvæmd mótanna og hafa af þeim allar tekjur, þ.m.t. vegna þeirra samstarfsaðila sem þeir sjálfir afla.

Hafa milligöngu varðandi umsóknir golfklúbba um skráningu golfmóta sem telja á heimslista áhugamanna, WAGR.

Hvetja golfklúbba til að halda opin golfmót fyrir alla aldurshópa á öllum getustigum.

Eftirfarandi verkliðir og verklok verði á ábyrgð GSÍ:

Gerð mótaskrár – niðurröðun og fjöldi mótaLokið fyrir formannafund/Golfþing.
Reglugerðir Lokið 1. apríl.
Keppnisskilmálar Lokið 1. apríl.
Almennar staðarreglurLokið 1. apríl.
Golfsumarið kynntByrjun maí.
Birting frétta frá mótsstjórnYfir allt keppnistímabilið.
Útreikningar stigalista og birting Að loknu hverju móti.
Uppgjör WAGRAð loknu hverju móti.
Krýning stigameistara og verðlaunÍ lok keppnistímabils.
Menü