Að golfhreyfingin sé virkur þátttakandi í lýðheilsumálum í samræmi við stefnu ÍSÍ og leggi þar með sérstaka áherslu á þátttöku fjölskyldunnar, ungmenna og eldri borgara.
Lýðheilsa
Markmið golfhreyfingarinnar
Hlutverk
Golfklúbbar geri aðgengi að íþróttinni og golfsvæðum eins auðvelt fyrir almenning og unnt er í samstarfi við sveitarfélög og önnur hagsmunasamtök.
GSÍ styðji við þær áherslur sem golfklúbbar leggja upp með í málaflokknum.
Stefna GSÍ
Að koma golfi á dagskrá á sem flestum stöðum með megin áherslu á skólastarf, fjölskyldur og eldri borgara.
Það sem GSÍ ætlar að gera
Kynna sveitafélögum og ríki jákvæð áhrif golfiðkunar á forvarnir, heilsueflingu, hreyfingu og geðrækt.
Hvetja golfklúbba til þess að vinna markvisst að því að kynna íþróttina fyrir börnum.
Hvetja golfklúbba til þess að skapa fólki aðstæður í samfélaginu sem auðvelda því að stunda heilbrigða lífshætti og efla vitund fólks og vitneskju um mikilvægi þess.