Landsliðsverkefni

Markmið golfhreyfingarinnar

Að lið og einstaklingar í öllum aldurshópum, sem keppa fyrir hönd Íslands, verði á verðlaunapalli í alþjóðlegum golfmótum áhugamanna.

Hlutverk

Hlutverk golfklúbba, sem hafa með höndum afreksstarf, er að ala upp afrekskylfinga í öllum aldursflokkum sem geti tekið þátt í landsliðsverkefnum.

Hlutverk GSÍ er að velja hæfustu afrekskylfinga landsins til landsliðsverkefna ásamt því að sjá um undirbúning þeirra fyrir keppni og leiðsögn þegar til keppni er komið.

Stefna GSÍ

Að taka þátt í alþjóðlegum mótum liða og einstaklinga á vegum IGF og EGA í öllum aldursflokkum og kynjum eftir því sem afreksstjóri GSÍ og afreksnefnd ákveða.

Það sem GSÍ ætlar að gera

Endurskoða á a.m.k. tveggja ára fresti „afrekshandbók“ GSÍ um val á landsliðum í liðamót og val á einstaklingum í einstaklingmót þar sem keppt er fyrir hönd Íslensku þjóðarinnar, í fyrsta sinn eigi síðar en 1. apríl 2020.

Tryggja að afreksstjóri ásamt afreksnefnd framfylgi stefnu GSÍ í afreksmálum.

Menü