Íslandsmót

Markmið golfhreyfingarinnar

Að halda sameiginlega Íslandsmót fyrir kylfinga í öllum keppnisflokkum.

Íslandsmót eru:

a) Íslandsmót karla og kvenna (2)
b) Íslandsmót barna og unglinga (2)
c) Íslandsmót eldri kylfinga (1)
d) Íslandsmót 35+ (1)
e) Íslandsmót golfklúbba (12)

Hlutverk

Hlutverk golfklúbba er að leggja til keppnisvelli og sjálfboðaliða vegna Íslandsmóta og aðstoða GSÍ við framkvæmd þeirra.

Hlutverk GSÍ er að halda Íslandsmót og stýra framkvæmd þeirra, þar á meðal uppsetningu valla. Keppnisvellir verða valdir eftir viðurkenndu kerfi um “stigskiptingu keppnisvalla”.

Stefna GSÍ

Að öll Íslandsmót verði vegleg mót og golfhreyfingunni til sóma.

Það sem GSÍ ætlar að gera

Einfalda fyrirkomulag mótahalds, m.a. með því að skipta þeim niður í 18 Íslandsmót annars vegar og önnur mót hins vegar. Nýtt fyrirkomulag mótahalds taki gildi frá og með árinu 2020.

Sjá um skipulagningu, umsjón og framkvæmd Íslandsmóta með aðstoð viðkomandi golfklúbbs. T

ekjur frá samstarfsaðilum vegna Íslandsmóta renni til GSÍ en allar aðrar tekjur vegna mótsins, s.s. þátttökugjöld og styrkir renna til viðkomandi golfklúbbs, sem jafnframt skal bera kostnað vegna mótsins. Tekjuskipting skal endurskoðuð eigi síðar en á Golfþingi 2023.

Íslandsmót ættu að vera haldin við bestu mögulegar aðstæður hverju sinni. GSÍ skal gefa út handbók um framkvæmd Íslandsmóta og stigskiptingu keppnisvalla eigi síðar en í 1. febrúar 2020.

Gera formlega samninga um mótahaldið við þá golfklúbba sem málið varðar.

Menü