Fræðsla

Markmið golfhreyfingarinnar

Að kylfingar séu vel upplýstir um leikreglur og umgjörð golfleiksins.

Hlutverk

Hlutverk golfklúbba er að sjá um eigin fræðslumál og sjá um að dreifa fræðslu- og kynningarefni meðal félagsmanna sinna á þeim verkefnum sem GSÍ stendur fyrir á hverju tíma.

Hlutverk GSÍ er að hafa með höndum framleiðslu á fræðsluefni fyrir golfklúbba og kylfinga með samstarfsaðilum sínum.

Stefna GSÍ

Að golfhreyfingin standi sameiginlega að fræðslu fyrir golfklúbba og kylfinga um hina ýmsu þætti íþróttarinnar.

Það sem GSÍ ætlar að gera

Hafa ráðgjafa á sínum snærum sem geta aðstoðað golfklúbba við skipulagningu og samvinnu vegna tiltekinna verkefna, s.s. markaðssetningar, golfkennslu, félagsstarfs, vallarumhirðu og reksturs.

Hvetja golfklúbba til að koma fræðsluefni á framfæri við félagsmenn sína.

Gera skoðanakannanir fyrir golfhreyfinguna og deila niðurstöðum.

Auka vitund golfklúbba og félagsmanna um mikilvægi lýðheilsu- og umhverfismála.

Halda utan um tölfræði golfhreyfingarinnar og hafa hana aðgengilega.

Menü