Forgjöf

Markmið golfhreyfingarinnar

Að sem flestir kylfingar hafi rétta forgjöf á hverjum tíma.

Hlutverk

Hlutverk golfklúbba er að hvetja klúbbfélaga til þess að halda rétta forgjöf með því að skrá leikna hringi reglulega í forgjafarkerfið. Sjá kylfingum fyrir aðstæðum til að skila inn gildum skorum, annað hvort í mótum eða leiknum æfingahringjum.

Hlutverk GSÍ er að sjá til þess að á hverjum tíma sé aðgengilegt heildstætt forgjafarkerfi fyrir golfhreyfinguna.

Stefna GSÍ

Að nýtt alþjóðlegt forgjafarkerfi WHS verði tekið upp eigi síðar en 1. mars 2020.

Það sem GSÍ ætlar að gera

Taka upp nýtt forgjafarkerfi WHS ekki síðar en í mars 2020.

Tryggja markvissa innleiðingu til golfklúbba frá og með 15. janúar 2020

Halda námskeið árlega um forgjafarkerfið með forgjafarnefndum golfklúbba.

Veita golfklúbbum kynningarefni fyrir sína félagsmenn ekki síðar en 1. mars 2020.

Gera eins mörgum kylfingum og unnt er, mögulegt að fá forgjöf.

Tryggja að forgjafarnefndir golfklúbba starfi eftir þeim reglum sem settar eru af WHS á hverjum tíma.

Menü