Fjármál og framkvæmdastjórn

Markmið golfhreyfingarinnar

Að rekstur Golfsambands Íslands sé ávallt traustur og skili árlega jákvæðri afkomu.

Hlutverk

Hlutverk golfklúbba er að innheimta félagagjöld GSÍ hjá félagsmönnum sínum og skila þeim til GSÍ á gjalddaga.

Hlutverk GSÍ er að hafa með höndum fjármál þess samkvæmt samþykktri fjarhagsáætlun.

Stefna GSÍ

Að eigið fé verði ekki lægra en 20% af heildargjöldum á hverjum tíma en þó aldrei lægra en 40 m.kr.

Að öllum golfklúbbum og félagsmönnum þeirra verði tryggður jafn aðgangur að þjónustu GSÍ.

Það sem GSÍ ætlar að gera

Stuðla að sanngjörnum félagagjöldum sem eiga að endurspegla starfsemi golfsambandsins hverju sinni.

Draga úr tekjuöflun frá samstarfsaðilum vegna breytinga á mótahaldi.

Afla í auknum mæli styrkja frá innlendum og alþjóðlegum aðilum.

Mæta hallarekstri með því að draga úr útgjöldum í stað þess að hækka félagagjöld.

Miðla upplýsingum um rekstur GSÍ á markvissan, gagnsæjan og auðskilinn hátt.

Menü