Erlend samskipti

Markmið golfhreyfingarinnar

Að golfhreyfingin eigi að jafnaði tvo virka fulltrúa í alþjóðastarfi golfhreyfingarinnar á hverjum tíma.

Hlutverk

Erlend samskipti eru á vegum stjórnar GSÍ.

Stefna GSÍ

Að GSÍ verði virkur þátttakandi í erlendu samstarfi.

Skylduþátttaka í erlendu samstarfi er:

  • Evrópska golfsambandið (European Golf Association, EGA).
  • Alþjóða golfsambandið (International Golf Federation, IGF).
  • Alþjóða forgjafarkerfið (World Handicap System, WHS).
  • Royal and Ancient Golf Club of St Andrews (R&A).

Það sem GSÍ ætlar að gera

  • Vera leiðandi þátttakandi í starfsemi EGA, með fulltrúa í framkvæmdastjórn samtakanna til ársins 2023, þar af forseta þeirra árin 2019-2021.
  • Eiga reglulega fulltrúa í mótanefnd EGA.
  • Eiga reglulega dómara í alþjóðlegum golfmótum.
  • Styðja við þá aðila sem sækja sér alþjóðleg dómararéttindi.
  • Eiga samstarf við önnur innlend golfsamtök vegna þátttöku þeirra í erlendu samstarfi.
Menü