Dómarar

Markmið golfhreyfingarinnar

Að golfhreyfingin stuðli að menntun fullnægjandi fjölda dómara á öllum dómarastigum.

Hlutverk

Hlutverk golfklúbba er að hafa innan sinna vébanda dómara og styðja þá í störfum sínum innan golfklúbbanna.

Hlutverk GSÍ er að standa fyrir reglulegum námskeiðum fyrir héraðs- og landsdómara, að sinna endurmenntun þeirra og aðstoða golfklúbba við uppsetningu golfvalla og gerð staðarreglna.

Stefna GSÍ

Að innan golfhreyfingarinnar séu starfandi nægjanlega margir golfdómarar, með tilskilin réttindi, til þess að dæma í mótum á vegum golfhreyfingarinnar.

Það sem GSÍ ætlar að gera

Leita leiða svo allir golfklúbbar hafi á að skipa dómurum með fullnægjandi réttindi til að dæma í þeim mótum sem haldin eru hjá klúbbunum með eftirfarandi aðgerðum:

• Skilgreina þörf á dómurum í hverjum klúbbi. Þeirri vinnu verði lokið veturinn 2019-2020.

• Gera átak í að finna dómaraefni í þeim klúbbum þar sem skortur er á dómurum m.a. með því að halda lista yfir þá klúbba þar sem skortur er á dómurum.

• Halda 1. stigs dómarafræðslu í þeim klúbbum þar sem skortur er á dómurum og halda utan um þá klúbba.

Vinna að því að eigi síðar en 2024 séu starfandi a.m.k. 10 alþjóðadómarar á landsvísu og 2 landsdómarar og 20 héraðsdómarar á hverju landsvæði.

Nauðsynlegt er að gera sérstakt átak á svæðum þar sem skortur er á dómurum.

Allir dómarar þreyti reglulega stöðupróf, a.m.k. í hvert sinn sem nýjar golfreglur taka gildi, til að viðhalda réttindum sínum.

GSÍ haldi dómaranámskeið á hverju ári ef eftirspurn er fyrir hendi.

Lands- og/eða alþjóðadómarar séu reglulega sendir á dómaranámskeið hjá R&A, til að viðhalda þekkingu alþjóðadómara og að viðhalda endurnýjun í hópnum.

Menü