Ársreikningur og fjárhagsáætlun

Stefna GSÍ í fjármálum er að eigið fé verði ekki lægra en 20% af heildargjöldum á hverjum tíma en þó aldrei lægra en 40 m.kr.

Það sem GSÍ ætlar að gera:

  • Stuðla að sanngjörnum félagagjöldum sem eiga að endurspegla starfsemi golfsambandsins hverju sinni.
  • Draga úr tekjuöflun frá samstarfsaðilum vegna breytinga á mótahaldi.
  • Afla í auknum mæli styrkja frá innlendum og alþjóðlegum aðilum.
  • Mæta hallarekstri með því að draga úr útgjöldum í stað þess að hækka félagagjöld.
  • Miðla upplýsingum um rekstur GSÍ á markvissan, gagnsæjan og auðskilinn hátt.

Það er mjög mikilvægt að framsetning rekstraráætlunar og framtíðar rekstraruppgjör GSÍ endurspegli framangreinda stefnumótun, þannig að framkvæmd stefnunnar, fjármál og ábyrgð fari saman.

Rekstrarreikningi er skipt í tekjur vegna félagagjalda, framlög samstarfsaðila sem ekki eru eyrnamerkt sérstökum verkefnum og aðrar tekjur. Útgjöldum er skipt í þrjá megin rekstrar flokka, skyldustarfsemi, valkvæða starfsemi og fjármál og framkvæmdastjórn. Beintengdir styrkir og auglýsingatekjur eru færðar til lækkunar hvers málaflokks. Framsetning og sundurliðanir hvers málaflokks eru ítarlega sundurliðaðar. Þetta er gert í samræmi við stefnu GSÍ um að upplýsingum um rekstur Golfsambandsins sé miðlað á markvissan, gagnsæjan og auðskilinn hátt.

Grasvallarsjóður sem hefur verið færður og rekinn sérstaklega á sérstökum reikningi á vegum GSÍ undanfarin ár er nú færðun innan bókhalds GSÍ. Það felur í sér að 100 krónur framlag í sjóðinn fellur nú undir félagagjöld og greiðslur til STERF koma fram undir önnur erlend samskipti.

Áætlað er að félagagjöld til GSÍ hækka um 200 kr. milli áranna 2019 og 2020 og 200 kr. milli áranna 2020 til 2021. Gert er ráð fyrir 1 % fjölgun félaga milli ára í samræmi við hugmyndir í stefnumótun.

Það er meðvituð áætlun að reka GSÍ með 2,5 milljón króna tapi árið 2020 vegna mikilvægra verkefna í upphafi stefnumótunartímabilsins og ganga þannig á eigið fé Golfsambandsins þar sem eigið fé í byrjun tímabilsins er 43,8 milljónir króna í stað þess að hækka félagagjöld. Þetta fellur undir það ákvæði stefnumótunarinnar að eigið fé skuli aldrei vera lægra en 40 milljónir eða 20% reglu af útgjöldum á hverjum tíma. Það er ekki markmið með sterku eiginfé að safna sjóðum heldur tryggja rekstrarhæfi Golfsambandsins.

Launakostnaði hefur verið dreift á málaflokka á grundvelli huglægs mats starfsmanna um notkun vinnutíma á málaflokka. Samanburðartölum frá fyrri ára hefur verið breytt til samræmis.

Hér má sækja ársreikning 2019 á rafrænu formi

Tekjur og gjöld

Allir kylfingar 16 ára og eldri, sem skráðir eru í golfklúbb innan GSÍ, greiða 5.100 krónur í félagagjald til Golfsambandsins og 100 kr. í grasvallarsjóð. Þótt kylfingur sé skráður í fleiri en einn klúbb þá greiðir hann einungis eitt gjald til Golfsambandsins og sér aðalklúbbur hans um að innheimta gjaldið. Kylfingar 15 ára og yngri greiða ekkert félagagjald til golfsambandsins.

Árið 2019 skilaði félagagjaldið Golfsambandinu tæplega 81 milljónum í tekjur. Að auki komu styrkir frá ÍSÍ og opinberum aðilum upp á 67 milljónir og fyrirtækjum upp á 51 milljónir. Tekjur sambandsins voru því rúmlega 200 milljónir árið 2019.

Tekjur sambandsins af félagagjöldum hækkuðu um 6,5 milljón og tekjur frá samstarfsaðilum lækkuðu um 14 milljónir milli ára. En á móti jukust styrkir frá afrekssjóði ÍSÍ og öðrum opinberum aðilum um 9 milljónir.

Hér að neðan er einföldun og sundurliðun tekna og gjalda í þúsundum króna úr ársreikningi GSÍ fyrir árið 2019.

TEKJURUpphæð%
Samtals203.055
Félagagjöld og grasvallarsjóður82.02940%
Samstarfsaðilar og auglýsingar52.68126%
Styrkir67.64233%
Vaxtatekjur7030,3%
GJÖLDUpphæð%
Samtals202.324
Miðlar GSÍ36.74718%
Þátttaka í mótum, afrekskylfingar42.41121%
Stjórnunarkostnaður34.89217%
Tölvukerfi21.52911%
Mótahald19.74310%
Þjálfun afrekssviðs13.6397%
Alþjóðaþátttaka9.1285%
Sjónvarpskostun6.0083%
Fræðsla og golfreglur10.8855%
Þjónusta við klúbba4.2112%
Framlög til samtaka2.5671%
Vaxtagjöld5630%
Menü