Stefnumótun 2020-2027

Stefnumótuninni er skipt í tvennt

Skyldustarfsemi (9 málaflokkar)
Starfsemi sem golfklúbbar landsins geta ekki sjálfir sinnt og verkefni sem ekki verður hjá því komist að golfsambandið sinni, svo sem samkvæmt lögum GSÍ og ÍSÍ á hverjum tíma. Þjónusta við golfklúbba tengd skyldustarfsemi er að jafnaði innifalin í félagagjaldi til GSÍ.

Valkvæð starfsemi (8 málaflokkar)
Önnur starfsemi sem er ákveðin og forgangsraðað af Golfþingi hverju sinni, sem aðrir aðilar en GSÍ geta sinnt, t.d. golfklúbbar og eða þriðji aðili. Fjárhagsleg geta sambandsins á hverjum tíma ræður því hvaða valkvæðu verkefni verða unnin. Niðurröðun málaflokka er í stafrófsröð og gefur ekki til kynna innbyrðis mikilvægi þeirra heldur er fyrst og fremst verið að sýna fram á skiptingu verkefna golfsambandsins í ólíka flokka.

Fjárhagsleg geta sambandsins á hverjum tíma ræður því hvaða valkvæðu verkefni verða unnin.

Hverjum málaflokki er skipt í eftirfarandi fjóra megin þætti:

Markmið golfhreyfingarinnar eru skilgreind að mestu leyti miðað við niðurstöður skoðanakannana meðal stjórnarmanna og framkvæmdastjóra golfklúbba.

Hlutverk golfklúbba og GSÍ eru skilgreind miðað við framsett markmið golfhreyfingarinnar.

Stefna GSÍ í aðgerðum varðandi framsett markmið er skilgreind.

Það sem GSÍ ætlar að gera (aðgerðaráætlun). Þar er lögð áhersla á að setja fram helstu aðgerðir í viðkomandi málaflokki með árangurstengdum og tímasettum mælingum.

Skyldustarfsemi
Valkvæð starfsemi
Fjármál og framkvæmdastjórn

Golfþing verður haldið í Laugardalshöll 22.-23. nóvember 2019. Hlökkum til að sjá þig!

Menü